Gott að vita.

Upplýsingar fyrir foreldra

Á siglinganámskeiðum í Siglunesi er áhersla lögð á að öllum þátttakendum líði vel og að dagskrá námskeiðsins sé fjölbreytt, þroskandi og skemmtileg. Starfsemin í Siglunesi er augljóslega mjög háð duttlungum veðurguðanna og þar af leiðandi getur dagskráin breyst fyrirvaralaust. Við förum engu að síður alltaf út á sjó hvernig sem viðrar og högum seglum þá eftir vindi.

Á námskeiðið þurfa börnin að hafa með sér nesti. Mikilvægt er að börnin hafi skýr fyrirmæli um hvort þau verði sótt eftir námskeiðið eða hvort þau eigi að taka strætó eða hjóla heim. Börnin þurfa einnig að fara heim strax að námskeiði loknu og bíður dagskráin okkar ekki upp á svigrúm til gæslu þar sem hádegið er notað í að ganga frá eftir morgunnámskeiðið, borða hádegismat og undirbúa eftir hádegið. Einnig í lok dagsins yfirgefa starfsmenn húsið að frágangi loknum.

Mikilvægt er að mæta stundvíslega því ef hópurinn er kominn út á sjó er ekki víst að hægt sé að snúa við til að ná í þann sem er of seinn. Ef veikindi eða forföll verða vinsamlegast látið vita í síma 551-3177.

Klæðnaður

Í Siglunesi er farið út á sjó hvernig sem viðrar og veðrið út á sjó er í öllum tilvikum þannig að mikilvægt er að vera vel klæddur þó það sé bongó blíða. Forðast skal fatnað úr bómullarefnum. Bómullarföt verða köld og þung þegar þau blotna og eru lengi að þorna. Fleece, ull og ýmis gerviefni (poly-alls konar) henta mun betur.

Góður fatnaður er mikilvægur til að halda hita á líkamanum og þar af leiðandi til að hafa einbeitingu og úthald til að takast á við hin margvíslegu verkefni siglinganámskeiðsins. Ef starfsfólk metur klæðnað barns þannig að því gæti verið búin hætta vegna ofkælingar, mun barnið ekki fá að fara út á sjó þann daginn.

Útbúnaðarlisti

  • Skór: Gamlir strigaskór eða sandalar sem mega blotna.
    Ekki er gott að klæðast stígvélum þar sem þau eiga það til að fyllast af vatni og sökkva.
  • Jakki vind og/eða vatnsheldur
  • Buxur vind og/eða vatnsheldar
  • Peysa t.d þykk flís/ullarpeysa
  • Síðermabolur t.d. ull eða gerviefni en ekki bómull
  • Síðar nærbuxur t.d. úr ull
  • Stuttermabolur t.d. æfingabolur úr glnasnefni en ekki bómull
  • Sokkar t.d. ullar- eða göngusokkar úr gerviefnis og/eða ullarblöndu.
  • Húfa
  • Vettlingar
  • Handklæði
  • Aukaföt: Oft blotna börnin alveg í gegn og þurfa því alltaf að hafa með sér aukasett af fötum. (Allt frá skóm og úlpu til nærbuxna)
  • Plastpoki fyrir blautu fötin
  • Taska
  • Nesti

23, 24, 25 og 31 des lokað. 26 des og 1 jan kl 11-15.