Bátaleiga Siglunesi.

411-5340
siglunes@reykjavik.is

Siglum saman

Á miðvikudögum í sumar gefst gestum og gangandi tækifæri á að leigja sér árabát eða kayak milli kl. 17:00 – 19:00.

  • 1 x bátur (árabátur / kayak)
  • Björgunarvesti fyrir siglara
  • Skilyrði fyrir leigu á bát er að vera orðinn 18 ára.
  • 4.000 kr. leiga á bát (17:00 – 19:00)
  • Leiga er háð veðri og aðstæðum hverju sinni.

Athugið að greiða þarf fyrir bátinn í afgreiðslu Ylstrandarinnar. 

Dagsetningar*

  • 19. júní
  • 26. júní
  • 03. júlí
  • 10. júlí
  • 17. júlí
  • 24. júlí
  • 31. júlí

* Opnun er háð veðri og aðstæðum.

Aðstaða

  • ÖRYGGI

    Í Siglunesi er öryggið í fyrirrúmi og hér eru til björgunarvesti í öllum stærðum og gerðum fyrir þau sem fara út á sjó hjá okkur. Reglan er einföld: Ekkert vesti – engin sjóferð.

  • KLEFAR

    Búningsklefarnir okkar búa yfir bekkjum og snögum.

  • STURTUR

    Einu sturturnar í Siglunesi eru útisturtur.

  • HEITUR POTTUR

    Fiskikarið okkar er að okkar mati, er besti heitapottur landsins. Hér er elduð krakkasúpa mjög reglulega.

  • SALUR

    Í Stofunni er aðstaða til að borða nesti og einnig inni kennsluaðstaðan okkar. Í Stofunni er einnig tjald fyrir skjávarpa.

  • PALLUR

    Á pallinum okkar er oftast skjólsælt og tilvalið að borða þar nesti á góðviðrisdögum.