Velkomin í Nauthólsvík!
Lofthiti
Sjávarhiti
Vindhraði
Ylströndin í Nauthólsvík hefur sannarlega fest sig í sessi sem paradís í borgarlandinu sem laðar að jafnt innlenda sem erlenda gesti. Voldugir sjóvarnargarðar loka af fallegt lón þar sem kaldur sjór og heitt vatn renna saman í eitt. Inn fyrir garðana hefur verið dælt gullnum skeljasandi og minna þessar aðstæður meira á strendurnar við sægrænt Miðjarðarhafið en vík í nyrstu höfuðborg heims við Norður-Atlantshafið.
Mánudagur | 11:00 - 19:00 |
---|---|
Þriðjudagur | 11:00 - 19:00 |
Miðvikudagur | 11:00 - 19:00 |
Fimmtudagur | 11:00 - 19:00 |
Föstudagur | Lokað |
Laugardagur | 11:00 - 16:00 |
Sunnudagur | Lokað |
Skógar Öskjuhlíðar, öldur Fossvogs og flóra Vatnsmýrar mætast í þeirri útivistarperlu sem liggur í bæjarstæði Nauthóls. Gamli bærinn er nú löngu vikinn fyrir nútímalegri aðstöðu til sjóbaða, siglinga og útiveru. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur starfrækir siglingaklúbbinn Siglunes og Ylströndina í Nauthólsvík.