Siglunes.

Höldum til hafs!

Siglunes er ævintýramiðstöð við sjóinn þar sem hressum og kjörkuðum krökkum gefst kostur á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg. Á sumrin er boðið uppá siglinganámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum  9–12 ára og siglingaklúbb fyrir 10–16 ára unglinga sem hafa áhuga og reynslu af siglingum og öðru bátasporti.

Afar rík áhersla er lögð á þjálfun starfsfólks. Starfsfólk hefur mikla þekkingu og reynslu á viðfangsefni námskeiðanna og er þjálfað í skyndihjálp og notkun báta og búnaðar sem notaður er á námskeiðunum. Starfsfólk Sigluness leggur áherslu á að öllum þátttakendum í starfinu líði vel og að dagskrá námskeiðanna sé fjölbreytt, þroskandi og skemmtileg.

Aðstaða

 • ÖRYGGI

  Í Siglunesi er öryggið í fyrirrúmi og hér eru til björgunarvesti í öllum stærðum og gerðum fyrir þau sem fara út á sjó hjá okkur. Reglan er einföld: Ekkert vesti – engin sjóferð.

 • KLEFAR

  Búningsklefarnir okkar búa yfir bekkjum og snögum.

 • STURTUR

  Einu sturturnar í Siglunesi eru útisturtur.

 • HEITUR POTTUR

  Fiskikarið okkar er að okkar mati, er besti heitapottur landsins. Hér er elduð krakkasúpa mjög reglulega.

 • SALUR

  Í Stofunni er aðstaða til að borða nesti og einnig inni kennsluaðstaðan okkar. Í Stofunni er einnig tjald fyrir skjávarpa.

 • PALLUR

  Á pallinum okkar er oftast skjólsælt og tilvalið að borða þar nesti á góðviðrisdögum.