Ævintýri á öldunum.

Námskeið í siglingum og róðri fyrir 9 – 12 ára (fædd  2009 – 2012)

Spennandi og skemmtilegt námskeið þar sem þátttakendur læra tökin á mismunandi bátum, læra um öryggisatriði og notkun björgunarvesta. Námskeiðið er hlaðið spennu og ævintýrum. Þátttakendur munu takast á við nýjar og spennandi áskoranir á hverjum degi. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja taka þátt í starfsemi Vatnasportklúbbs Siglunes.

Markmið námskeiðs

Að þátttakendur læri grunnatriði siglinga og róðurs.

Bátar

Siglt er litlum seglbátum, róið á kajökum, opnum kajökum og árabátum.

Klæðnaður

Þátttakendur þurfa að vera klæddir í hlý og skjólgóð föt og hafa meðferðis aukaföt og nesti. Hægt er að hita mat í örbylgjuofni og grilla samlokur.

Öryggisatriði

Á námskeiðinu læra allir þátttakendur hvernig á að velja sér björgunarvesti og klæðast því á réttan hátt. Gæslubátar fylgjast með allri starfsemi á sjó og eru alltaf til taks. Þátttakendur í starfi Siglunes eru alltaf undir eftirliti starfsfólks. Allir starfsmenn fara á skyndihjálparnámskeið og á öryggis- og fræðslunámskeið Sigluness á hverju ári.

Upplýsingar fyrir sumarið 2021

 • Tími

  Námskeiðin eru hálfan daginn og hægt að velja fyrir hádegi kl. 9-12 eða eftir hádegi kl. 13-16.

 • Dagsetningar

  14.- 18. júní*, 21. – 25. júní, 28. júní – 2. júlí, 5. – 9. júlí, 12. – 16. júlí, 19. – 23. júlí, 26. – 30. júlí, 3. – 6. ágúst*.

  *4 dagar

 • Verð

  7.100 kr / 5.750 kr 4 dagar

 • Fjöldi

  35 þátttakendur á námskeiði.