Velkomin í Nauthólsvík!
Ylströnd – ylstrond@reykjavik.is – 411-5330
Siglunes – siglunes@reykjavik.is – 411-5340
Lofthiti
Sjávarhiti
Vindhraði
Ylströndin í Nauthólsvík hefur sannarlega fest sig í sessi sem paradís í borgarlandinu sem laðar að jafnt innlenda sem erlenda gesti. Voldugir sjóvarnargarðar loka af fallegt lón þar sem kaldur sjór og heitt vatn renna saman í eitt. Inn fyrir garðana hefur verið dælt gullnum skeljasandi og minna þessar aðstæður meira á strendurnar við sægrænt Miðjarðarhafið en vík í nyrstu höfuðborg heims við Norður-Atlantshafið.
Mánudagur | Lokað |
---|---|
Þriðjudagur | 11:00 – 19:00 |
Miðvikudagur | 11:00 – 19:00 |
Fimmtudagur | 11:00 – 19:00 |
Föstudagur | 11:00 – 19:00 |
Laugardagur | 11:00 – 16:00 |
Sunnudagur | Lokað |
Þjónustuhús
Aðkoma
Skyndihjálp, veitingar, salerni og upplýsingar
Upplýsingaskilti
Setlaug
Strandlaug
Útsýnissvalir
Sólbaðsaðstaða
Baðströnd
Vatnsuppstreymi
Aflraunasteinar
Aðgengi að fjöru
Norski minnisvarðinn
Siglingaklúbbur
Bryggja
Grjótgarður
Flotbryggja
Bátaleiga
Skógar Öskjuhlíðar, öldur Fossvogs og flóra Vatnsmýrar mætast í þeirri útivistarperlu sem liggur í bæjarstæði Nauthóls. Gamli bærinn er nú löngu vikinn fyrir nútímalegri aðstöðu til sjóbaða, siglinga og útiveru. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur starfrækir siglingaklúbbinn Siglunes og Ylströndina í Nauthólsvík.