Klúbbur fyrir klára sæfara.

Vatnasportklúbbur Sigluness fyrir 10–16 ára- sumarið 2023

Skráning á námskeiðin og í vatnasportklúbbinn hefst fimmtudaginn 4. maí kl. 10:00 á fristund.is

 

Vatnasportklúbbur Siglunes er fyrir 10 – 16 ára. Fyrir börn fædd 2007 – 2013.

Vatnasportklúbburinn er fyrir þá sem hafa farið á námskeið, eða eru vanir að sigla og róa, og/eða hafa mikinn áhuga á að kynnast vatnasporti og ævintýrum.

Vinsamlega athugið að vatnasportklúbburinn er ekki siglinga- og róðranámskeið. Þetta er frábær klúbbur fyrir þá sem vilja halda áfram eftir námskeiðið að sigla og róa og kynnast fleiri hliðum þess sem ævintýraheimur vatnaíþrótta býður uppá. Klúbbfélagar ákveða í samráði við starfsfólk hvaða bátum þeir sigla eða róa hverju sinni.

Klúbbfélagar eru undir eftirliti starfsfólks Siglunes. Starfsfólk Siglunes sér um að leiðbeina og gefa góðar ráðleggingar svo að allir geti bætt færni sína.

Klúbbfélagar verða að klæðast björgunarvesti út á sjó, á bryggjunni og í heita pottinum.

Bátar: Klúbbfélagar hafa daglega aðgang að seglbátum, kayökum, kanóum, róðrabrettum (SUP) og árabátum.

Fatnaður: Klúbbfélagar þurfa að vera klæddir hlýjum og skjólgóðum fötum og hafa aukaföt og handklæði meðferðis.

Mælt er með að hafa nesti  með sér. Hægt er að hita mat í örbylgjuofni og grilla samlokur.

Klúbbastarfið er á tímabilinu 12. júní – 28. júlí.

Opið mánudaga til föstudaga kl. 13:00 – 16:00.

Eingöngu er hægt að kaupa heilar vikur:

Dagssetningar: 12. – 16. júní, 19. – 23. júní, 26. – 30. júní, 3. – 7. júlí, 10. – 14. júlí, 17. – 21. júlí, 24. – 28. júlí.

Verð kr.

Skráning hefst í byrjun maí, verður auglýst sérstaklega

  • Opnunartími

    13:00 – 16:00.

  • Verð