Klúbbur fyrir klára sæfara.

Vatnasportklúbbur Sigluness fyrir 10–16 ára

Klúbburinn er fyrir börn og unglinga sem hafa farið á námskeið í Siglunesi, eru vön að sigla eða róa og aðra þá sem starfsfólk Sigluness telur að eigi erindi í klúbbinn. Þetta er ekki siglinganámskeið heldur er frábær klúbbur fyrir þau sem vilja halda áfram kynnast fleiri hliðum þess sem ævintýraheimur vatnaíþrótta býður upp á eftir námskeiðið. Klúbbfélagar ráða sjálfir hvaða bátum þeir sigla og róa, að því gefnu að veðuraðstæður fari saman við færni einstaklingsins.

Klúbbfélagar eru undir eftirliti starfsfólks Sigluness. Starfsfólk Sigluness sér um að leiðbeina og gefa góðar ráðleggingar til að klúbbfélagar geti stöðugt bætt færni sína. Bátar sem klúbbfélagar hafa daglega aðgang að: Laser Pico, Topper Topaz, kayökum, opnum kayökum, kanóum og árabátum. Klúbbfélagar þurfa að vera klæddir hlýjum og skjólgóðum fötum og hafa meðferðis aukaföt. Mælt er með að klúbbfélagar hafi nesti með sér.

Klúbbastarfið árið 2019 er á tímabilinu 11. júní – 2. ágúst.

Gjaldskrá sumarið 2019

 • Opnunartími

  13:00 – 18:00.

 • Tímabil

  Fyrra tímabil: 11. júní – 5. júlí (4 vikur)

  Seinna tímabil: 8. júlí – 2. ágúst (4 vikur)

  Allt sumarið: 11. júní – 2. ágúst (8 vikur)

 • Verð

  Eitt tímabil (4 vikur) – 7.650 kr.

  Allt sumarið (8 vikur) – 15.300 kr.

  Eingöngu er hægt að kaupa ákveðin tímabil.